32. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 17. febrúar 2015 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:55
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:50
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Haraldur Einarsson (HE) fyrir Vigdísi Hauksdóttur (VigH), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 31. fundar samþykkt.

2) Mannauðsmál ríkisins - 1. Starfslok ríkisstarfsmanna. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 09:00
Á fundinn komu Sonja Ýr Þorbergsdóttir frá BSRB, Páll Halldórsson og Halla Þorvaldsdóttir frá BHM, Anna Rós Sigmundsdóttir frá Kennarasambandi Íslands og Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Fulltrúar félaganna gerðu grein fyrir ýmsum sjónarmiðum varðandi skýrslurnar og svöruðu spurningum nefndarmanna ásamt fulltrúum Ríkisendurskoðunar.

Kl. 9:45 komu Sigurður H. Helgason og Gunnar Björnsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og gerðu grein fyrir afstöðu til skýrslnanna og svöruðu spurningum nefndarmanna ásamt fulltrúum Ríkisendurskoðunar.

3) Mannauðsmál ríkisins - 2. Stefna stjórnvalda og staða mannauðsmála ríkisins. Skýrsla um eftirfylgni. Kl. 09:00
Umfjöllun samhliða 2. dagskárlið.

4) Erindi Víglundar Þorsteinssonar (stýrinefnd stjórnvalda um samninga við erlendu kröfuhafa bankanna árið 2009). Kl. 10:18
Brynjar Níelsson fór yfir skýrslu sína um málið og nefndin fjallaði um það.

Samþykkt að skýrslan yrði birt á vef nefndarinnar og með tilkynningu á vef Alþingis.

5) Önnur mál Kl. 11:13
Formaður lagði til að Karl Garðarsson yrði framsögumaður 95. máls í stað Sigrúnar Magnúsdóttur sem hefur tekið við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15